Monday, April 14, 2008

Aladdín

Jæja, engin ástæða til að hætta með teiknimyndaþemað. Núna er það Disney myndin Aladdín sem að er í miklu uppáhaldi hjá mér. Myndin kom út árið 1992 og fjallar um munaðarleysingjann Aladdín sem kemst yfir töfralampa eftir að Jafar, ráðgjafi keisarans í Agraba , reynir að nota Aladdín til að eignast töfralampan sjálfur. Þessi mynd inniheldur alveg heilan helling af skemmtilegum karakterum og meðal annars uppáhalds Disney karakterinn minn, en það er andinn í lampanum. Í ensku útgáfunni talar Robin Williams fyrir andan en ég sá bara íslensku útgáfun þegar ég var lítill þar sem Laddi talað fyrir andann og þetta er í eitt af fáum skiptum sem mér finnst Íslenska talsetning betri en sú enska. Það á kannski bara við um gömlu teiknimyndirnar, það var alltaf fengið skemmtilega leikara til að tala fyrir persónurnar og talsetningin var oftast mjög vönduð.  En þökk sé jútúb þá fann ég íslensku útgáfuna af skemmtilegasta laginu í Aladdín.

 

 

Þarna kynnist maður Andanum í fyrsta skipti og eftir þetta þá á hann eftir að eiga heilan helling af frábærum senum.

Eins og alltaf hjá Disney þá er lögð mikil áhersla á tónlistina. Myndin hlaut tvenn óskarsverðalaun fyrir tónlistina, eitt fyrir besta frumsamda lagið, “A Whole New World” og svo fyrir besta “music-score”-ið. Lagið “A Friend Like Me” fékk líka tilnefningu sem besta frumsamda lagið.

            Þegar Aladdín kom út árið 1992 var hún vinsælasta mynd ársins og líka vinsælasta teiknimynd allra tíma þar til Lion King tók við og er nú í þriðja sæti yfir mest sóttu hefðbundnu teiknimyndir allra tíma, á eftir Simpsons the movie og Lion King.

            Gerð voru tvö framhöld af Aladdin, Jafar snýr aftur og Konungur Þjófanna. Báðar myndirnar eru ekki mikið síðri en fyrsta myndin en því miður finn ég engin jútúb klipp úr þeim á Íslensku svo ég ætla að láta byrjunina á Konuning þjófanna á ensku duga.

 

           

Aladdín er án efa ein besta mynd sem Disney hefur gefið frá sér og trónir ofarlega á topplistanum mínum yfir uppáhalds myndirnar mínar.

1 comment:

Siggi Palli said...

Ágætisfærsla. 6½ stig.