Wednesday, April 16, 2008

Brúðguminn

Ég fór á Brúðgumann þegar okkur var bent á að fara en miðinn hvarf, svo ég ætla að blogga um myndina svo ég fái nú mætingu. Einhverjir spoilerar eru í færslunni ef ske kynni að einhver eigi eftir að sjá myndina.

Brúðgumanum er leikstýrt af honum Baltasar Kormáki og skipar ágætis leikara, þar á meðal eru Hilmir Snær og Ólafur Darri Ólafsson. Myndinn fjallar um hann Jón sem er leikinn af Hilmi snæ. Jón kennir bókmenntir í HÍ og er giftur Önnu sem er leikin af Margréti Vilhjálmsdóttur. Hjónaband þeirra Jóns og Önnu er frekar dautt og er það meðal annars út af því að Anna er ekki alveg heil á geði. Jón og Anna ákveða að flytja til Flateyjar í Breiðafirði og þegar þangað er komið þá rekst Jón á einn af nemendum sínum úr skólanum. Anna og Jón reyna eitthvað að fiffa upp á hjónabandið en ekkert gengur og það endar með því að Jón heldur framhjá með nemendanum. Þegar Anna kemur svo að Jóni og Önnu þá snappar hún og rær út á sjó í götóttum árabát og finnst aldrei aftur. Jón og nemandinn, sem heitir Þóra og er leikin af Laufeyju Elíasdóttur, halda áfram sambandinu og ákveða svo að gifta sig og í enda myndarinnar þá lítur út fyrir að hjónaband Jóns og Þóru sé alveg jafn kulnað og fyrrum hjónaband Jóns og Önnu.

            Þessi mynd var alveg fín, en ekkert meira en það. Hún var nokkuð fyndin en það var þó aðallega Ólafur Darri sem var góður í þessarri mynd. Hann leikur gamlan vin Jóns og tekur upp á allskyns rugli meðan hann heimsækir Jón, svo tekur hann stórskemmtilega útgáfu af brúðarvalsinum í brúkaupi Jóns og Þóru. Ég held að það sé nú ekkert mikið meira að segja um þessa mynd, hún var ágætist skemmtun en hún situr ekkert föst í minningunni.

1 comment:

Siggi Palli said...

4 stig.
Ég ætlaði að setja á þig mætingu fyrir hana, en sá ekki betur en að þú værir búinn að fá mætingu fyrir hana.