Monday, April 14, 2008

Toy Story

Jæja, ein teiknimynd í viðbót í þetta sinn tölvuteiknuð. Toy Story kom út árið 1995 og var gerð af þá óþekktu fyrirtæki, Pixar, en var gefin út af Disney. Þetta var fyrsta tölvuteiknaða myndin í fullri lengd og John Lassater, sem var aðalmaður í gerð myndarinnar hlaut sérstök óskarsverðlaun fyrir þetta afrek. Eins og flestir ættu að vita þá fjallar myndin um ævintýri nokkurra leikfanga. Viddi er kúrekadúkka og er uppáhaldsleikfang stráksins Adda en einn daginn bætist nýtt leikfang við í safnið, það er enginn annar en Bósi Ljósár. Bósi heldur því fram að hann sé alvöru geimfari og þurfi að bjarga heiminum, hann verður svo nýja uppáhalds dótið hjá Adda og Addi byrjar að leika sér minna og minna með Vidda og þá byrjar afbrýðissemin að krauma hjá honum. Viddi reynir allt til að verða aftur uppáhaldsdótið hans Adda en ekkert gengur og svo einn daginn þegar Addi tekur Vidda og Bósa með sér út þá verða þeir viðskila við Adda og enda í klóm snarklikkaða nágrannastráksins. Viddi og Bósi ná þó í sameiningu að komast aftur heim áður en fjölskylda Adda flytur úr húsinu. Hérna er svo upphafssena myndarinnar.

           

            Í þessari senu kemur eitt af mínum uppáhalds Disney/Pixar lögum. Eins og áður þá var mikið lagt í tónistina í myndinni og fékk hún tvær tilnefningar, annarsvegar fyrir besta frumsamda lagið “You’ve Got a Friend in Me” og svo fyrir bestu tónlistina.

            Ég man eftir því þegar myndin kom út og það var algjört Toy Story æði, vinur minn var svo heppinn að pabbi hans keypti handa honum öll helstu Toy Story leikföngin þegar hann kom frá útlöndum og ég get ekki sagt annað en að ég hafi öfundað hann alveg fáránlega mikið. 

Gert var framhald af myndinni og er Toy Story 3 í bígerð hjá Pixar, orðrómurinn er sá að í þeirri mynd þá verður Addi farinn í háskóla og hættur að leika sér með leikföngin. Toy Story er ekki bara algjört breakthrough í teiknimyndagerð heldur eru þetta einfaldlega frábær mynd í alla staði.

1 comment:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 6 stig.