Sunday, April 13, 2008

Princess Mononoke

Smá teiknimyndaþema í gangi, næsta mynd sem ég ætla að fjalla um er anime myndin Princess Mononoke.

Princess Mononoke er meðal þekktustu mynda Hayao Miyazaki og er líka hluti af Studio Ghibli framleiðslunni hans. Hún kom út árið 1997 í japan og svo árið 1999 annarstaðar í heiminum. Myndin var mest sótta mynd í sögu Japan þangað til að Titanic tók við af henni árið 1999 og er þriðja mest sótta anime mynd í sögu japan á eftir Spirited Away og Howl’s Moving Castle. Þegar myndin kom út var hún líka dýrasta teiknimynd í heimi en hún kostaði um 20 milljón dollara í framleiðslu. Myndin er líka af lang mestu leiti handteiknuð, af þeim rúmlega 2 klukkutundum sem myndin rúllar þá var aðeins fengin hjálp frá tölvu í u.þ.b. 10 mínútur. Sagt er að Miyazaki hafi skoðað hvern einasta af 144.000 römmum myndarinnar og breytt sjálur u.þ.b. 80.000 af þeim.

            Myndin gerist í Japan á þeim tíma sem samúraiarnir voru að veikjast. Fylgst er með prinsi sem heitir Ashitaka. Ashitaka verður fyrir bölvun eftir að hafa drepið illan skógarguð og þarf að finna leið til að aflétta bölvuninni. Hann fylgir sporum skógarguðsins og endar í skógi sem er fullur af allskyns furðuverum. Úlfguðinn Moro býr í skóginum og með honum býr San sem Moro tók til sín eftir að hann hafði  komið að foreldrum hennar þegar þau höfðu verið að eyðileggja skóginn, foreldrar hennar gáfu svo Moro dóttur sína til þess að komast undan. Í skóginum lifir líka “The Deer God” sem er guð lífs og dauða. Keisari Japan hefur ráðið fólk til að færa honum höfuð guðsins því hann trúir því að það muni færa honum eilíft líf.

 Fyrir utan skóginn er svo lítill bær sem að er stjórnað af konu sem heitir Eboshi. Bærinn lifir á járnframleiðslu og þarf að höggva skóginn til að geta búð til járnið. Þetta verður til þess að skógarguðirnir ráðast oft á fólið í bænum. Ashitaka lendir í miðjum átökum mannanna og skógarguðana og reynir sitt besta til að koma á friði og til að finna út hvernig hann gæti aflétt bölvuninni.

            Myndin vann til fjölda verðlauna m.a. sem besta myndin á verðlaunafhendingu japönsku akaedmíunar, sem er nokkkurnvegin japanski óskarinn.

Hér er svo trailerinn fyrir myndina á ensku, en ég mæli þó með því að horft sé á hana á japönsku.


1 comment:

Siggi Palli said...

Ég veit aldrei almennilega hvernig ég á að gefa fyrir færslur sem eru unnar svona nánast beint upp úr fyrirlestri. Fyrirlestrarnir eru eðli sínu samkvæmt frekar ópersónulegir, en bloggfærslurnar eru (eða eiga að vera) miklu persónulegri, og þess vegna vilja svona færslur stinga í stúf, nema þeim sé breytt talsvert.
5 stig.