Jæja, ég sagði að næsta færsla mín mundi vera um tónlistarkvikmyndina Heima og ætla að standa við það.
Þriðja myndin sem ég fór á á Riff var tónlistarmyndin Heima eftir Sigur Rós. Ég hafði verið virkilega spenntur fyrir Heima frá því að ég frétti fyrst af henni og var þetta í raun eina myndin á RIFF sem mig langaði virkilega til að sjá. Myndin er samanstendur af viðtölum og svo upptökum af Íslands túrnum þeirra. Það sem var auðvitað númer eitt í myndinni var tónlistin. Lagavalið í myndinni var alveg frábært og svo var virkilega gaman að heyra unplugged útgáfur af sumum lögum þeirra. Fannst mér þá skemmtilegast að heyra Ágætis Byrjun, sem er eitt af mínum uppáhalds Sigur Rósar lögum. Svo var alveg geðveikt að sjá upptökuna af Popplaginu á Klambratúni, en það var örugglega einhver besta tónleikaupplifun mín hingað til.
Mynatakan er einnig til fyrirmyndar og passar nær fullkomlega við tónlist Sigur Rósar. Tónleikastaðirnir voru virkilega vel valdir en stundum fannst mér þó vera aðeins of mikið náttúrudýrkun í gangi og er það eigilega það eina slæma sem ég get sagt um myndina. Ég get þó varla mælt með þessari mynd nema fyrir aðdáendur hljómsveitarinnar.
1 comment:
Fín færsla. 5 stig.
Post a Comment