Jæja, þá er það næsta myndasería. Það mun vera Back to the Future serían með Michael J. Fox og Christopher Lloyd í fararbroddi. Þetta er líka svona sería sem að situr eftir í manni frá því að maður var lítill. Ég meina, hverjum finnst ekki firggin sportbíll sem getur ferðast um tímann vera geðveikt töff þegar hann er svona 10 ára? Serían er þríleikur og fjallar fyrsta myndin í röðinni um þá Marty McFly og Dr. Emmet L. Brown. Það vill svo skemmtilega til að Dr. Brown hefur fundið upp tímavél og kom henni fyrir í 1981 árgerð af DeLorean. En til þess að koma tímavélinni af stað þá neyðist Dr. Brown að næla sér í smá plútóníum til að framkalla þau 1.21 “jigowatts” sem þarf til. Dr. Brown fékk plútoníumið frá einhverjum hryðjuverkahóp sem bað hann um að búa til sprengju úr því, en doksi notar allt í tímavélina. Þetta leggst ekki allt of veli í hryðjuverkamennina og þeir koma að þeim doksa og McFly að prufa tímavélina, það fer ekki betur en svo að doksi er skotinn en McFly kemst undan á DeLoreninum og ferðast alla leið til ársins 1955. Restin af myndinn fjallar svo um McFly að bjarga doksa frá því að deyja og líka sjálfum sér frá því að gufa upp.
Tímavélin er þó ekki endilega merkilegasta uppfinningin sem Dr. Brown hefur gert heldur bjó hann líka til stærsta gítarmagnara í heiminum.
Það kemur líka fram í myndinni að það var ekki Chuck Berry sem fann upp rokkið heldur var það Michael J. Fox sem að fann upp rokkið í einni af minni uppáhalds senum ever.
Þetta er pottþétta skemmtilegasta myndin af öllum þrem. Það er bara alveg endalaust af setningum og senum úr myndinni sem maður man eftir, eins og “1.21 jigowatts!!!!” og “the flux capacitor”. Myndin fékk líka mjög góðar viðtökur þegar hún kom fyrst út og var mest sótta mynd ársins 1985.
Önnur myndin í röðinni er svo Back to the Future Part II og hún kom út árið 1989. Þessi mynd er kannski ekki jafn góð og sú fyrsta en hún hefur þó sín móment. Í þetta skipti hefur Doksi farið til ársins 2015 og betrumbætt DeLoreaninn sinn, núna getur hann flogið og í staðin fyrir að þurfa plútóníum sem eldsneyti þá fékk hann sér eitthvað sem lýtur út fyrir að vera ósköp venjulegur blender en blenderinn getur búið til gríðarlega orku úr hvaða hluti sem er(allt þetta eftir 7 ár!!!!). En Doksi kemur ekki bara úr framtíðinni til að sýna McFly nýja pimpin bílinn sinn heldur kemur í ljós að í framtíðinni fer eitthvað úrskeiðis hjá McFly og kærustu McFly, sem í framtíðinni er konan hans. Þegar komið er til framtíðar þá lenda McFly og félagar í allskyns rugli og skemmtilegheitum en ég ætla ekki að spoila neinu ef einhver skyldi eiga eftir að sjá myndin. En ég get þó sagt ykkur að það verða komin hoverboards árið 2015! Og einhverra hluta vegna þá verða gerðar 15 Jaws myndir á næstu 7 árum.
Eins og ég sagði áður þá er þessi mynd slakari en sú fyrsta og hún stóð sig líka nokkuð ver í bíóhúsum. Brandararnir í þessarri mynd eru ekki eins skemmtilegir og í fyrstu myndinni og stundum missir hún dáltið dampinn, en ég hafði allavega mjög gaman af henni þegar ég var yngri og hef jafn gaman að henni núna.
Þriðja myndin í röðinni var svo einfaldlega Back To the Future Part III og kom út árið 1990. En í þeirri mynd þá fara McFly og Doksi til ársins 1885. Í lok myndar tvö þá hverfur DeLoreaninn ásamt Doksa eftir að eldingu sló niður í hann. Núna er McFly fastur á árinu 1955 (þið horfið bara á mynd númer 2 til að komast að því hvers vegna) og stuttu eftir að bíllinn hvarf þá kemur bréfberi til hans og gefur honum bréf frá Doksa. Í bréfinu kemur í ljós að Doksi fór aftur til ársins 1885 þegar eldingunni sló niður og bíllinn bilaði í leiðinni. Doski skilur þá eftir leiðbeiningar um það hvernig McFly geti fundið bílinn og lagað hann. Þegar McFly fer svo að ná í bílinn labbar hann í gegn um kirkjugarð og rekst á legstein Doksa, og á honum stendur að Doksi hafi verið drepinn. Restin af myndinni fjallar svo um það að McFly fer til ársins 1885 og reynir að bjarga Doksa.
Þessi mynd var að mínu mati slökust af öllum þrem. Hún er þó ekki mikið verri en önnur myndin, en mér finnst hún ekki jafn fyndin og mynd númer 2 og engan vegin jafn fyndin og fyrsta myndin. Back to the future myndirnar eru þó án efa partur af uppáhalds-myndir listanum mínum og ég hvet alla sem ekki hafa séð þær að kíkja á þær.
1 comment:
Flott færsla. 8 stig.
Mér finnst reyndar eins og ég hafi séð einhverst staðar að svona hoverboard séu til (eða séu a.m.k. tæknilega framkvæmanleg). Kannski misminnir mig...
Post a Comment