Jæja eins og margir hérna hafa gert hingað til þá ætla ég að blogga um myndina There Will be Blood. Myndin er leikstrýrð af Paul Thomas Anderson og hún kom út árið 2007 í Bandaríkjunum en kom svo 2008 hér á klakann. Myndin fékk 8 óskarstilnefningar og vann tvenn verðlaun. Þá var það Daniel Day-Lewis sem fékk verðlaun fyrir besta leik í karlmanns í aðalhlutverki og að mínu mati átti hann það svo sannarlega skilið. Hann var alveg fáránlega sannfærandi sem peningaóði olímaðurinn Daniel Plainview. Svo fékk myndin líka óskarinn fyrir bestu upptöku. Myndin fjallar semsagt um olíumanninn Daniel Plainview og hvernig hann verður smátt og smátt að manneskju sem hugsar lítið sem ekkert um neitt annað en peninga og völd.
Myndin er í lengri kanntinum en ég get þó ekki sagt að mér hafi leiðst á meðan sýningu stóð þó svo söguþráðurinn væri ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þessi mynd snýst kannnski frekar meira um listræna tilburði en söguna. Myndatakan er alveg frábær og svo má ekki gleyma tónlistinni. Tónlistin er saminn af engum öðrum en Johnny Greenwood sem er gítarleikari hljómsveitarinnar Radiohead. Núna hefur Robbi verið að rakka niður tónlistina í myndinni og kalla hana fiðluvæl en ég held bara að hann sé ekki að hugsa um tónlistina sem hluta af myndinni. Þessi tónlist er kannski ekki eitthvað sem maður mundi hlusta á í heyrnatólum, en hvernig tónlistin er notuð í myndinn er alveg frábært. Stundum byggir tónlistin upp þvílíka spennu en svo líkur henni allt í einu og ekkert gerist.
Ég held að ég geti sagt að There Will be Blood sem besta mynd sem ég hef séð í bíó í nokkurn tíma og hún á algjörlega skilið þetta lof sem hún hefur fengið.
1 comment:
5 stig.
Post a Comment