Monday, April 14, 2008

Indiana Jones

Jæja vindum okkur úr teiknimyndunum í Indiana Jones þríleikinn, sem verður núna í ár fjórleikur. Gerðar voru 3 Indiana Jones myndir á 9. áratug seinustu aldar. Árið 1981 kom út Indiana Jones: Raiders of the Lost Ark. En í þeirri mynd þarf Indiana Jones, sem er leikinn af Harrison Ford, að koma í veg fyrir að Nazistarnir komi höndum sínum á sáttmálsörkina, en þar áttu töflurnar með boðorðum Guðs að vera geymdar. Örkin átti að búa yfir gífurlegum krafti og nazistarnir ætluðu sér að notfæra sér hana til að stjórna heiminum. Þetta fór ekkert sérlega vel í Indiana Jones og hann ætlar sér að finna Örkina á undan nazistunum. Í millitíðinni gerir hann útaf við helling nazistum og einmitt í þessarri mynd er ein magnaðasta dauðasena sem sést hefur í kvikmynd.

 

Myndin varð algjört hit og rakaði að sér pening og var tilnefnd til 8 óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta mynd. Sjálfum finnst mér þetta ekki besta myndin í röðinni en hún kemur skammt á eftir The Last Crusade. Mér finnst ég svo ekki geta skilið við þessa mynd án þess að láta þessa senu inn:

 

Önnur myndin í röðinni var svo Indiana Jones and the Temple of Doom. Þessi mynd kom út árið 1984 og gerist 1 ári a undan The Last Crusade. Í þessarri mynd hjálpar Indy litlu þorpi að ná í töfrasteininn sinn eftir að honum var stolið. Hann kemst svo fljótt að því að ekki langt frá þorpinu er “The Temple of Doom” í því dvelst eitthvað költ sem ætlar sér að taka yfir heiminn með þessum töfrasteinum. Þessi mynd er lang slökust í röðinni og skilir lítið sem ekkert eftir sig. Hún er líka öðruvísi en hinar 2 myndirnar að því leiti að hún er ofbeldisfullari og ekki eins fyndin, það er meiri hrollvekjublær yfir henni. Myndinn vegnaði þó áætlega en þó ekki jafn vel og fyrri myndinni, hún hlaut svo óskarinn fyrir bestu tæknibrellurnar. Hér er svo trailerinn fyrir myndina því að ég verð að játa að ég man bara ekki eftir neinu eftirminnilegu atriði í myndinni.

 

Þriðja myndin í röðinni er svo Indiana Jones and the Last Crusade. Þetta er uppáhalds Indiana Jones myndin mín. Hún kom út árið 1989. Í þessarri mynd fáum við að kynnast föður Indiana Jones, honum Henry Jones sem er leikinn af Sean Connery. Henry hverfur þegar hann er að leita af heilaga kaleiknum og það kemur í hlut Indian Jones að finna hann. Á för sinni kemst hann að því að faðir hans hafi ekki verið sá eini sem var eftir kaleiknum heldur eru nasistarnir mættur á ný og hann og faðir hans neyðast til að verða fyrri til að finna kaleikinn.

            Myndin varð mjög vinsæl þegar hún kom út og var næstvinsælasta mynd ársins á eftir Batman. Eins og ég sagði þá finnst mér þetta besta myndin í seríunni, það er að hluta til að þakka Sean Connery, en hann er alveg stórskemmtilegur sem pabbi Indiana Jones, svo er sagan skemmtilegust af öllum myndunum.

           

Indiana Jones myndirnar eru svona myndir sem að maður sá þegar maður var yngri og þær festast svolítið í mann. Harrison Ford er alveg eitursvalur sama hverju hann lendir í og hikar ekki við að koma með nokkra brandara meðan byssukúllurnar fljúga framhjá hausnum hjá honum, svo er titillagið farking geðveikt. Núna er svo verið að gera fjórðu Indiana Jones myndina og ber hún nafnið Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. Eftir að hafa séð trailerinn fyrir nýju myndina þá verð ég að segja að ég er nokkuð spenntur fyrir henni. Ég held ég endi þessa færslu bara á nýja Trailernum.

1 comment:

Siggi Palli said...

Mjög fín færsla. 8 stig.