Sunday, April 13, 2008

Lion King(Konungur Ljónanna)

Jæja núna ætla ég að blogga um eina af mínum uppáhalds myndum en það er Lion King.

Lion King, eða Konungur Ljónana er mynd sem allir ættu að kannast við og er örugglega sú teiknimynd sem fólk á mínum aldri muna hvað best eftir. Myndin kom út árið 1994 og varð mest sótta teiknimynd allra tíma um skeið þangað tll Finding Nemo og Shrek tóku við af henni. Lion King heldur þó ennþá topp sætinu yfir mest sóttu venjulegu teiknimynd allra tíma þ.e.a.s. teiknimynd sem  ekki er tölvuteiknuð.

             Ég held að flestir viti hvað myndin fjalli svo það þarf ekkert að fara neitt mikið í það, en myndin er byggð lauslega á leikritinu Hamlet eftir Shakespeare, hún fjallar um ljónið Simba hvernig hann lærir um hringrás lífsins og svo baráttu hans til þess að verða konungur dýranna. Myndin er alveg stútfull af minnisstæðum atriðum og ber kannski helst að nefna dauða Múfasa.

 

 

Ég held að ég tali fyrir lang flesta sem sáu þessa mynd þegar þau lítil að þetta atriði hafi vakið upp mikla sorg og reiði. Skari, sem er að mínu mati versti(þ.e.a.s. vondur) karakter sem Disney hefur skapað, hendir bróður sínum fram af bjargi og lýgur svo að Simba að það hafi verið honum að kenna.

            Í myndinni koma líka fram einhverjir vönduðustu karakterar sem Disney hefur gert. Þá má helst nefna Múfasa, Tímon, og Púmba, Simba og svo Skara sem er ekki beint viðkunnalegur karakter en engu að síður mjög vandaður. Tímón og Púmba rífa myndina upp úr sorginni eftir dauða Múfasa með einu af bestu Disney lögum sem hafa verið gerð.

Disney gerði svo einnig nokkrar myndir eða öllu heldur þætti með Tímon og Púmba í aðalhlutverki.

            Tónlistin í myndinni er svo ekkert smá mögnuð. Hún fékk Grammy verðlaun sem besta frumsamda lagið fyrir  “Can you feel the love tonight”. Þeir sem komu að tónlistinni í myndini voru Elton John og Tim Rice og svo samdi Hans Zimmer öll ósungnu lögin í myndinni. 

Þetta atriði er eitt af mínum uppáhalds í myndinni. Tónlistin er notuð svo ótrúlega vel í þessu atriði og undirstrikar svo vel það sem er í gangi

            Gerðar voru 2 aðrar Lion King myndir, Lion King 2 og svo Lion King 1oghálft. Ég hef bara séð númer 2 og hún nær enganvegin þeim hæðum sem Lion King nær. Lion King 1 og hálft er víst Lion King 1 nema séð frá sjónarhorni Tímon og Púmba og hún á að vera nokkuð góð svo hver veit nema maður eigi eftir að kíkja á hana.

1 comment:

Siggi Palli said...

Mjög fín færsla. 8 stig.

Lion King séð frá sjónarhorni Tímon og Púmba hljómar svolítið eins og Rosenkranz and Guildenstern Are Dead, sem er Hamlet frá sjónarhorni R og G (sem eru held ég örugglega karakterarnir í Hamlet sem Tímon og Púmba eru byggðir á).