Tuesday, April 15, 2008

Star Wars(Gömlu)

Jahá, þá er það bara næsta myndaröðin en hana ættu allir að kannast við jafnvel þó þeir hafi ekki séð neina af myndunum, það ku vera Star Wars eða Stjörnustríð eins og maður segir á góðri íslensku. Star Wars myndunum er öllum leikstýrt af meistara George Lucas og eru þær sex talsins. Ég ætla þó aðeins að tala um 3 af þessum 6 myndum og það eru eldri myndirnar. Eldri myndirnar eru einfaldlega miklu betri en þessar nýju því þessar nýju snúast bara um tæknibrellurnar og ekkert annað.

            Fyrsta myndin kom útar árið 1977 og bar þá nafnið Star Wars en fékk seinna undirtitilinn A New Hope. Myndin er þó ekki fyrst í röðinni sögulega séð heldur er hún fjórða í röðinni, en það skiptir engu máli þar sem Episode I-III tengjast IV-VI ekkert sérlega mikið. Myndirnar fjalla um baráttu góðs og ills og í þetta skipti er góða liðið skipað af “The Rebel Alliance” og þeir vondu munu vera “The Galctic Empire”. Illa veldið hefur áform um að smíða ofuvopn sem ber nafnið Death Star og getur sprengt heilu pláneturnar með lítilli fyrirhöfn. Uppreisnarseggirnir komast svo yfir teikningar af Dauðastirninu og reyna að finna leið til að eyða því. Svo kynnist maður Jedi-um sem að notfæra sér Kraftinn eða “The Force” til að gera allskyns fjölkynngimagnaða hluti. Ég nenni ekki að fara of djúpt í söguþráðinn bæði til að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að sjá hana og svo er það óþarfi fyrir þá sem hafa séð myndina áður. En í myndinni koma margar persónur sem áttu eftir að skipa sér sess sem einhverjar minnisstæðustu persónur kvikmyndasögunnar, ber þar kannski helst að nefna Darth Vader(Svarthöfða), Han Solo og Luke Skywalker. Myndin er prýdd prýðilegum leikurum en það er dáltið skrítð hvernig ENGINN úr leikaraliði Star Wars myndanna, nema Harrisson Ford, lék í neinu merkilegu eftir þessar þrjár myndir.

            Myndin sló í gegn þegar hún koma út og fékk hvorki meira né minna en 10 tilnefningar til Óskarsverðlauna þar á meðal sem besta mynd. Af þessum 10 óskarsverðlaunum vann hún 6 og meðal annars fékk George Lucas Óskarinn fyrir bestu leikstjórn. Svo fékk tónlistin í myndinni einnig Óskarinn og fyrir þessa mynd skapaði John Williams ódauðleg stef sem allir kannast við, jafnvel þó þeir hafi ekki séð myndirnar. Myndin var mest sótta mynd heims þar til E.T tók við af henni árið 1982.

            Önnur myndin sem var svo gefin út var The Empire Strikes Back.  Í byrjunninni á þessarri mynd þá verða uppreisnarmennirnir fyrir árás af her Darth Vaders og uppreisnarmenirnir neyðast til að flýja. En núna skilja leiðir Luke Skywalkers og vinua hans í “The Rebel Alliance” og hann fer að vinna í því að verða Jedi  með hjálp Yoda sem er lítil græn vera. Han Solo, Leia og félagar leita til gamals vinar Han Solo en þegar þeir koma til hans þá svíkur hann þau í hendur Darth Vaders. Luke, sem núna er fjærri fær sýn um að eitthvað hræðilegt muni koma fyrir vini hans og hættir Jedi-þjálfuninni og ákveður að fara að leita þau uppi. Luke finnur vinia sína en ekki er allt sem sýnist og þetta reynist vera gildra. Í þessarri mynd koma líka fram nokkur sjokking atriði og þar á meðal er þetta, sem er örugglega ein frægasta sena kvikmyndasögunnar(Mikill spoiler fyrir þá sem hafa ekki séð myndina):

Þegar myndin kom út árið 1980 fékk hún misgóða gagnrýni en núna í dag er hún af flestum talin besta myndin í seríunni. Það sem varð til þess að hún var upprunalega ekki talin jafn góð og sú fyrsta var sú að hún hafði enga raunverulega byrjun né endi. Endirinn hefur þó síðar verið valinn einn af bestur cliffhanerum í kvikmyndasögunni. Myndin hlaut ein óskarsverðlaun fyrir hlóðvinnslu og sérstök óskarverðlaun fyrir tæknibrellur            

            Þriðja Star Wars myndin sem var gefin út og sú síðasta í röðinni var svo Return of the Jedi. Söguþráðurinn í stuttu máli er að Luke of félagar fara að bjarga Han Solo eftir að hann var frystur í karbonít af Darth Vader og félögum og gefinn blobinu Jabba the Hut. Eftir það safna uppreisnarmennirnir liði til að ráðast á Death Star V. 2. 

            Myndin kom út árið 1983 og tók aftur sætið sem vinsælasta mynd allra tíma þar til Titanic tók við af henni árið 1997. Hún hlaut 4 tilnefningar til Óskarsverðlauna en vann engin.

 

Ég sá þessar myndir fyrst þegar ég var svona 10 eða 11 ára og get ekki sagt annað en ég hafi fílað þær í botn. Mér hefur samt alltaf fundist A New Hope vera best af þeim öllum af því að í henni var miklu meiri áhersla lögð á söguna en í hinum.  En maður fílaði líka myndirnar útaf geislasverðunum og Jedunum sem gátu hent hlutum með því að veifa höndinni. Þessar þrjár myndir skipa líka topp sæti á listanum mínum yfir uppáhaldsmyndir mínar og ég horfi nokkuð reglulega á þær til að fá gamla fílinginn aftur.

1 comment:

Siggi Palli said...

Flott færsla. 8 stig.

Pældu samt í því hvað það hefur verið fúlt að þurfa að bíða 3 ár milli Empire Strikes Back og Return of the Jedi!

Smá leiðrétting: George Lucas leikstýrði ekki Empire Strikes back og Return of the Jedi.