Jæja, þá er þetta skólaár senn á enda og þar með líka þetta kvikmyndafræðinámskeið. Ég held ég geti sagt að það hafi bæði verið gott og slæmt að vera fyrsti hópurinn til að vera með í þessu nýja kvikmyndafræðinámskeiði. Kosturinn var sá að við fengum að ráða dáltið hvað við gerðum en svo voru gallarnir t.d. að klippitölvan var allt of lengi að komast í gang og þar af leiðandi var ekki jafn ánægulegt að gera stuttmyndina og það hefði getað orðið. Ég held ég taki bara hvert verkefni fyrir sig sem við gerðum í vetur.
1) Held að það sé við hæfi að byrja á blogginu. Ég veit að ég hef ekki verið besti bloggarinn í hópnum í vetur og ég ætla að kenna því um að ég gæti talist bloggtardted manneskja, ég hafði aldrei áður bloggað, hafði ekki einu sinni dottið í hug að byrja að blogga og get þar með sagt að mér þótti þetta blogg concept ekkert allt of heillandi. Eftir að stigakerfið kom svo þá verð ég eigilega að segja að það dró enn meira úr löngun minni til að blogga. Eftir að sjá ofurmegabloggin upp á 1000-1500 orð hjá Árna og félögum sem þeir voru kannski að fá max 8 stig fyrir þá fannst mér aðeins of mikil vinna þurfa að fara í bloggið. Fyrir mig, bloggtardinn, þá tekur það svona ca 2 klst að gera 800-1000 orða færslu. Mér hefði fundist það vera ásættanlegt að svona 300-350 orða færsla væri svona 5 stig. Það hefðir líka verið betra ef að það hefði verið þrýst á mann að blogga um einhverjar ákveðnar myndir, bloggið varð einhvernvegin bara undir. Ef það væri gefinn plús fyrir að klára blogg á réttum tíma eða eitthvða þannig þá mundi það kannski ýta frekar undir það að fólk bloggaði og þá mundi Siggi heldur ekki þurfa að fara yfir 150 bloggfærslur á 2 dögum í lok annar.
Þetta bloggkerfi er þó mjög sniðugt fyrir flesta og Siggi ætti að halda áfram með það en mætti gefa aðeins fleiri stig fyrir hverju færslu og mætti kannski lækka vægi bloggsins í heildareinkunn og setja meira í stuttmyndina.
2) Leikstjórafyrirlestrarnir eru svo næstir. Ég hef mjög lítið að setja út á þá, fannst fínt að Siggi valdi ekki mikið af mjög þekktum leikjstórum og það fékk mann til að kynna sér eitthvað nýtt. Svo var kannski smá óþægilegt að fyrirlesturinn eftir jól lenti einmitt á því tímabili þegar við þurftum að klára stuttmyndina. En það reddast örugglega hjá næsta hóp þar sem þeir þurfa ekki að bíða eftir klippitölvunni í heila önn.
3) Stutmyndirnar. Mér fannst þetta eigilega mesti bömmerinn við námskeiðið, þá að því leiti að það var gert svo lítið af þeim. Mér finnst að stuttmyndirnar og kvikmyndagerð mætti vera mun stærri partur af námskeiðinu. Það var þó lítði hægt að gera í því þar sem klippitölvan kom svo seint. En annars var gaman að gera stuttmyndirnar, en útaf tímaþröng þá var það ekki jafn ánægjulegt að gera seinni stuttmyndina og það hefði getað verið.
En já, í heildina þá fannst mér námskeiðið bara mjög fínt. Ég var nú reyndar aldrei sáttur við það hvenær kvikmyndatímarnir voru en ég skil að það var ekki hægt að hafa þá á góðum tíma hjá öllum. Mér fannst líka mjög gaman að fá alla leikstjórana í heimsókn og Siggi á hrós skilið fyrir að redda þeim öllum. Ég vill þá bara þakka Sigga fyrir námskeiðið í vetur og vonandi verða námskeiðin hjá framtíðarhópum jafn skemmtileg og þetta.