Wednesday, April 16, 2008

Pöntunarbloggið

Jæja, þá er þetta skólaár senn á enda og þar með líka þetta kvikmyndafræðinámskeið. Ég held ég geti sagt að það hafi bæði verið gott og slæmt að vera fyrsti hópurinn til að vera með í þessu nýja kvikmyndafræðinámskeiði. Kosturinn var sá að við fengum að ráða dáltið hvað við gerðum en svo voru gallarnir t.d. að klippitölvan var allt of lengi að komast í gang og þar af leiðandi var ekki jafn ánægulegt að gera stuttmyndina og það hefði getað orðið. Ég held ég taki bara hvert verkefni fyrir sig sem við gerðum í vetur.

1) Held að það sé við hæfi að byrja á blogginu. Ég veit að ég hef ekki verið besti bloggarinn í hópnum í vetur og ég ætla að kenna því um að ég gæti talist bloggtardted manneskja, ég hafði aldrei áður bloggað, hafði ekki einu sinni dottið í hug að byrja að blogga og get þar með sagt að mér þótti þetta blogg concept ekkert allt of heillandi. Eftir að stigakerfið kom svo þá verð ég eigilega að segja að það dró enn meira úr löngun minni til að blogga. Eftir að sjá ofurmegabloggin upp á 1000-1500 orð hjá Árna og félögum sem þeir voru kannski að fá max 8 stig fyrir þá fannst mér aðeins of mikil vinna þurfa að fara í bloggið. Fyrir mig, bloggtardinn, þá tekur það svona ca 2 klst að gera 800-1000 orða færslu. Mér hefði fundist það vera ásættanlegt að svona 300-350 orða færsla væri svona 5 stig. Það hefðir líka verið betra ef að það hefði verið þrýst á mann að blogga um einhverjar ákveðnar myndir, bloggið varð einhvernvegin bara undir. Ef það væri gefinn plús fyrir að klára blogg á réttum tíma eða eitthvða þannig þá mundi það kannski ýta frekar undir það að fólk bloggaði og þá mundi Siggi heldur ekki þurfa að fara yfir 150 bloggfærslur á 2 dögum í lok annar.

            Þetta bloggkerfi er þó mjög sniðugt fyrir flesta og Siggi ætti að halda áfram með það en mætti gefa aðeins fleiri stig fyrir hverju færslu og mætti kannski lækka vægi bloggsins í heildareinkunn og setja meira í stuttmyndina.

2) Leikstjórafyrirlestrarnir eru svo næstir. Ég hef mjög lítið að setja út á þá, fannst fínt að Siggi valdi ekki mikið af mjög þekktum leikjstórum og það fékk mann til að kynna sér eitthvað nýtt. Svo var kannski smá óþægilegt að fyrirlesturinn eftir jól lenti einmitt á því tímabili þegar við þurftum að klára stuttmyndina. En það reddast örugglega hjá næsta hóp þar sem þeir þurfa ekki að bíða eftir klippitölvunni í heila önn.

3) Stutmyndirnar. Mér fannst þetta eigilega mesti bömmerinn við námskeiðið, þá að því leiti að það var gert svo lítið af þeim. Mér finnst að stuttmyndirnar og kvikmyndagerð mætti vera mun stærri partur af námskeiðinu. Það var þó lítði hægt að gera í því þar sem klippitölvan kom svo seint. En annars var gaman að gera stuttmyndirnar, en útaf tímaþröng þá var það ekki jafn ánægjulegt að gera seinni stuttmyndina og það hefði getað verið.

En já, í heildina þá fannst mér námskeiðið bara mjög fínt. Ég var nú reyndar aldrei sáttur við það hvenær kvikmyndatímarnir voru en ég skil að það var ekki hægt að hafa þá á góðum tíma hjá öllum.  Mér fannst líka mjög gaman að fá alla leikstjórana í heimsókn og Siggi á hrós skilið fyrir að redda þeim öllum. Ég vill þá bara þakka Sigga fyrir námskeiðið í vetur og vonandi verða námskeiðin hjá framtíðarhópum jafn skemmtileg og þetta.

 

 

Brúðguminn

Ég fór á Brúðgumann þegar okkur var bent á að fara en miðinn hvarf, svo ég ætla að blogga um myndina svo ég fái nú mætingu. Einhverjir spoilerar eru í færslunni ef ske kynni að einhver eigi eftir að sjá myndina.

Brúðgumanum er leikstýrt af honum Baltasar Kormáki og skipar ágætis leikara, þar á meðal eru Hilmir Snær og Ólafur Darri Ólafsson. Myndinn fjallar um hann Jón sem er leikinn af Hilmi snæ. Jón kennir bókmenntir í HÍ og er giftur Önnu sem er leikin af Margréti Vilhjálmsdóttur. Hjónaband þeirra Jóns og Önnu er frekar dautt og er það meðal annars út af því að Anna er ekki alveg heil á geði. Jón og Anna ákveða að flytja til Flateyjar í Breiðafirði og þegar þangað er komið þá rekst Jón á einn af nemendum sínum úr skólanum. Anna og Jón reyna eitthvað að fiffa upp á hjónabandið en ekkert gengur og það endar með því að Jón heldur framhjá með nemendanum. Þegar Anna kemur svo að Jóni og Önnu þá snappar hún og rær út á sjó í götóttum árabát og finnst aldrei aftur. Jón og nemandinn, sem heitir Þóra og er leikin af Laufeyju Elíasdóttur, halda áfram sambandinu og ákveða svo að gifta sig og í enda myndarinnar þá lítur út fyrir að hjónaband Jóns og Þóru sé alveg jafn kulnað og fyrrum hjónaband Jóns og Önnu.

            Þessi mynd var alveg fín, en ekkert meira en það. Hún var nokkuð fyndin en það var þó aðallega Ólafur Darri sem var góður í þessarri mynd. Hann leikur gamlan vin Jóns og tekur upp á allskyns rugli meðan hann heimsækir Jón, svo tekur hann stórskemmtilega útgáfu af brúðarvalsinum í brúkaupi Jóns og Þóru. Ég held að það sé nú ekkert mikið meira að segja um þessa mynd, hún var ágætist skemmtun en hún situr ekkert föst í minningunni.

There Will be Blood

Jæja eins og margir hérna hafa gert hingað til þá ætla ég að blogga um myndina There Will be Blood.  Myndin er leikstrýrð af Paul Thomas Anderson og hún kom út árið 2007 í Bandaríkjunum en kom svo 2008 hér á klakann. Myndin fékk 8 óskarstilnefningar og vann tvenn verðlaun. Þá var það Daniel Day-Lewis sem fékk verðlaun fyrir besta leik í karlmanns í aðalhlutverki og að mínu mati átti hann það svo sannarlega skilið. Hann var alveg fáránlega sannfærandi sem peningaóði olímaðurinn Daniel Plainview. Svo fékk myndin líka óskarinn fyrir bestu upptöku. Myndin fjallar semsagt um olíumanninn Daniel Plainview og hvernig hann verður smátt og smátt að manneskju sem hugsar lítið sem ekkert um neitt annað en peninga og völd.

Myndin er í lengri kanntinum en ég get þó ekki sagt að mér hafi leiðst á meðan sýningu stóð þó svo söguþráðurinn væri ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þessi mynd snýst kannnski frekar meira um listræna tilburði en söguna. Myndatakan er alveg frábær og svo má ekki gleyma tónlistinni. Tónlistin er saminn af engum öðrum en  Johnny Greenwood sem er gítarleikari hljómsveitarinnar Radiohead. Núna hefur Robbi verið að rakka niður tónlistina í myndinni og kalla hana fiðluvæl en ég held bara að hann sé ekki að hugsa um tónlistina sem hluta af myndinni. Þessi tónlist er kannski ekki eitthvað sem maður mundi hlusta á í heyrnatólum, en hvernig tónlistin er notuð í myndinn er alveg frábært. Stundum byggir tónlistin upp þvílíka spennu en svo líkur henni allt í einu og ekkert gerist.

Ég held að ég geti sagt að There Will be Blood sem besta mynd sem ég hef séð í bíó í nokkurn tíma og hún á algjörlega skilið þetta lof sem hún hefur fengið.

Tuesday, April 15, 2008

Star Wars(Gömlu)

Jahá, þá er það bara næsta myndaröðin en hana ættu allir að kannast við jafnvel þó þeir hafi ekki séð neina af myndunum, það ku vera Star Wars eða Stjörnustríð eins og maður segir á góðri íslensku. Star Wars myndunum er öllum leikstýrt af meistara George Lucas og eru þær sex talsins. Ég ætla þó aðeins að tala um 3 af þessum 6 myndum og það eru eldri myndirnar. Eldri myndirnar eru einfaldlega miklu betri en þessar nýju því þessar nýju snúast bara um tæknibrellurnar og ekkert annað.

            Fyrsta myndin kom útar árið 1977 og bar þá nafnið Star Wars en fékk seinna undirtitilinn A New Hope. Myndin er þó ekki fyrst í röðinni sögulega séð heldur er hún fjórða í röðinni, en það skiptir engu máli þar sem Episode I-III tengjast IV-VI ekkert sérlega mikið. Myndirnar fjalla um baráttu góðs og ills og í þetta skipti er góða liðið skipað af “The Rebel Alliance” og þeir vondu munu vera “The Galctic Empire”. Illa veldið hefur áform um að smíða ofuvopn sem ber nafnið Death Star og getur sprengt heilu pláneturnar með lítilli fyrirhöfn. Uppreisnarseggirnir komast svo yfir teikningar af Dauðastirninu og reyna að finna leið til að eyða því. Svo kynnist maður Jedi-um sem að notfæra sér Kraftinn eða “The Force” til að gera allskyns fjölkynngimagnaða hluti. Ég nenni ekki að fara of djúpt í söguþráðinn bæði til að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að sjá hana og svo er það óþarfi fyrir þá sem hafa séð myndina áður. En í myndinni koma margar persónur sem áttu eftir að skipa sér sess sem einhverjar minnisstæðustu persónur kvikmyndasögunnar, ber þar kannski helst að nefna Darth Vader(Svarthöfða), Han Solo og Luke Skywalker. Myndin er prýdd prýðilegum leikurum en það er dáltið skrítð hvernig ENGINN úr leikaraliði Star Wars myndanna, nema Harrisson Ford, lék í neinu merkilegu eftir þessar þrjár myndir.

            Myndin sló í gegn þegar hún koma út og fékk hvorki meira né minna en 10 tilnefningar til Óskarsverðlauna þar á meðal sem besta mynd. Af þessum 10 óskarsverðlaunum vann hún 6 og meðal annars fékk George Lucas Óskarinn fyrir bestu leikstjórn. Svo fékk tónlistin í myndinni einnig Óskarinn og fyrir þessa mynd skapaði John Williams ódauðleg stef sem allir kannast við, jafnvel þó þeir hafi ekki séð myndirnar. Myndin var mest sótta mynd heims þar til E.T tók við af henni árið 1982.

            Önnur myndin sem var svo gefin út var The Empire Strikes Back.  Í byrjunninni á þessarri mynd þá verða uppreisnarmennirnir fyrir árás af her Darth Vaders og uppreisnarmenirnir neyðast til að flýja. En núna skilja leiðir Luke Skywalkers og vinua hans í “The Rebel Alliance” og hann fer að vinna í því að verða Jedi  með hjálp Yoda sem er lítil græn vera. Han Solo, Leia og félagar leita til gamals vinar Han Solo en þegar þeir koma til hans þá svíkur hann þau í hendur Darth Vaders. Luke, sem núna er fjærri fær sýn um að eitthvað hræðilegt muni koma fyrir vini hans og hættir Jedi-þjálfuninni og ákveður að fara að leita þau uppi. Luke finnur vinia sína en ekki er allt sem sýnist og þetta reynist vera gildra. Í þessarri mynd koma líka fram nokkur sjokking atriði og þar á meðal er þetta, sem er örugglega ein frægasta sena kvikmyndasögunnar(Mikill spoiler fyrir þá sem hafa ekki séð myndina):

Þegar myndin kom út árið 1980 fékk hún misgóða gagnrýni en núna í dag er hún af flestum talin besta myndin í seríunni. Það sem varð til þess að hún var upprunalega ekki talin jafn góð og sú fyrsta var sú að hún hafði enga raunverulega byrjun né endi. Endirinn hefur þó síðar verið valinn einn af bestur cliffhanerum í kvikmyndasögunni. Myndin hlaut ein óskarsverðlaun fyrir hlóðvinnslu og sérstök óskarverðlaun fyrir tæknibrellur            

            Þriðja Star Wars myndin sem var gefin út og sú síðasta í röðinni var svo Return of the Jedi. Söguþráðurinn í stuttu máli er að Luke of félagar fara að bjarga Han Solo eftir að hann var frystur í karbonít af Darth Vader og félögum og gefinn blobinu Jabba the Hut. Eftir það safna uppreisnarmennirnir liði til að ráðast á Death Star V. 2. 

            Myndin kom út árið 1983 og tók aftur sætið sem vinsælasta mynd allra tíma þar til Titanic tók við af henni árið 1997. Hún hlaut 4 tilnefningar til Óskarsverðlauna en vann engin.

 

Ég sá þessar myndir fyrst þegar ég var svona 10 eða 11 ára og get ekki sagt annað en ég hafi fílað þær í botn. Mér hefur samt alltaf fundist A New Hope vera best af þeim öllum af því að í henni var miklu meiri áhersla lögð á söguna en í hinum.  En maður fílaði líka myndirnar útaf geislasverðunum og Jedunum sem gátu hent hlutum með því að veifa höndinni. Þessar þrjár myndir skipa líka topp sæti á listanum mínum yfir uppáhaldsmyndir mínar og ég horfi nokkuð reglulega á þær til að fá gamla fílinginn aftur.

Back to the Future Trílogían


Jæja, þá er það næsta myndasería. Það mun vera Back to the Future serían með Michael J. Fox og Christopher Lloyd í fararbroddi. Þetta er líka svona sería sem að situr eftir í manni frá því að maður var lítill. Ég meina, hverjum finnst ekki firggin sportbíll sem getur ferðast um tímann vera geðveikt töff þegar hann er svona 10 ára? Serían er þríleikur og fjallar fyrsta myndin í röðinni um þá Marty McFly og Dr. Emmet L. Brown. Það vill svo skemmtilega til að Dr. Brown hefur fundið upp tímavél og kom henni fyrir í 1981 árgerð af DeLorean. En til þess að koma tímavélinni af stað þá neyðist Dr. Brown að næla sér í smá plútóníum til að framkalla þau 1.21 “jigowatts” sem þarf til. Dr. Brown fékk plútoníumið frá einhverjum hryðjuverkahóp sem bað hann um að búa til sprengju úr því, en doksi notar allt í tímavélina. Þetta leggst ekki allt of veli í hryðjuverkamennina og þeir koma að þeim doksa og McFly að prufa tímavélina, það fer ekki betur en svo að doksi er skotinn en McFly kemst undan á DeLoreninum og ferðast alla leið til ársins 1955. Restin af myndinn fjallar svo um McFly að bjarga doksa frá því að deyja og líka sjálfum sér frá því að gufa upp.

            Tímavélin er þó ekki endilega merkilegasta uppfinningin sem Dr. Brown hefur gert heldur bjó hann líka til stærsta gítarmagnara í heiminum.

 

Það kemur líka fram í myndinni að það var ekki Chuck Berry sem fann upp rokkið heldur var það Michael J. Fox sem að fann upp rokkið í einni af minni uppáhalds senum ever.

 

Þetta er pottþétta skemmtilegasta myndin af öllum þrem. Það er bara alveg endalaust af setningum og senum úr myndinni sem maður man eftir, eins og “1.21 jigowatts!!!!” og “the flux capacitor”. Myndin fékk líka mjög góðar viðtökur þegar hún kom fyrst út og var mest sótta mynd ársins 1985.

            Önnur myndin í röðinni er svo Back to the Future Part II og hún kom út árið 1989. Þessi mynd er kannski ekki jafn góð og sú fyrsta en hún hefur þó sín móment. Í þetta skipti hefur Doksi farið til ársins 2015 og betrumbætt DeLoreaninn sinn, núna getur hann flogið og í staðin fyrir að þurfa plútóníum sem eldsneyti þá fékk hann sér eitthvað sem lýtur út fyrir að vera ósköp venjulegur blender en blenderinn getur búið til gríðarlega orku úr hvaða hluti sem er(allt þetta eftir 7 ár!!!!). En Doksi kemur ekki bara úr framtíðinni til að sýna McFly nýja pimpin bílinn sinn heldur kemur í ljós að í framtíðinni fer eitthvað úrskeiðis hjá McFly og kærustu McFly, sem í framtíðinni er konan hans.  Þegar komið er til framtíðar þá lenda McFly og félagar í allskyns rugli og skemmtilegheitum en ég ætla ekki að spoila neinu ef einhver skyldi eiga eftir að sjá myndin. En ég get þó sagt ykkur að það verða komin hoverboards árið 2015! Og einhverra hluta vegna þá verða gerðar 15 Jaws myndir á næstu 7 árum.

Eins og ég sagði áður þá er þessi mynd slakari en sú fyrsta og hún stóð sig líka nokkuð  ver í bíóhúsum. Brandararnir í þessarri mynd eru ekki eins skemmtilegir og í fyrstu myndinni og stundum missir hún dáltið dampinn, en ég hafði allavega mjög gaman af henni þegar ég var yngri og hef jafn gaman að henni núna.

            Þriðja myndin í röðinni var svo einfaldlega Back To the Future Part III og kom út árið 1990. En í þeirri mynd þá fara McFly og Doksi til ársins 1885. Í lok myndar tvö þá hverfur DeLoreaninn ásamt Doksa eftir að eldingu sló niður í hann. Núna er McFly fastur á árinu 1955 (þið horfið bara á mynd númer 2 til að komast að því hvers vegna) og stuttu eftir að bíllinn hvarf þá kemur bréfberi til hans og gefur honum bréf frá Doksa. Í bréfinu kemur í ljós að Doksi fór aftur til ársins 1885 þegar eldingunni sló niður og bíllinn bilaði í leiðinni. Doski skilur þá eftir leiðbeiningar um það hvernig McFly geti fundið bílinn og lagað hann. Þegar McFly fer svo að ná í bílinn labbar hann í gegn um kirkjugarð og rekst á legstein Doksa, og á honum stendur að Doksi hafi verið drepinn. Restin af myndinni fjallar svo um það að McFly fer til ársins 1885 og reynir að bjarga Doksa.

Þessi mynd var að mínu mati slökust af öllum þrem. Hún er þó ekki mikið verri en önnur myndin, en mér finnst hún ekki jafn fyndin og mynd númer 2 og engan vegin jafn fyndin og fyrsta myndin. Back to the future myndirnar eru þó án efa partur af uppáhalds-myndir listanum mínum og ég hvet alla sem ekki hafa séð þær að kíkja á þær.

            

Monday, April 14, 2008

Indiana Jones

Jæja vindum okkur úr teiknimyndunum í Indiana Jones þríleikinn, sem verður núna í ár fjórleikur. Gerðar voru 3 Indiana Jones myndir á 9. áratug seinustu aldar. Árið 1981 kom út Indiana Jones: Raiders of the Lost Ark. En í þeirri mynd þarf Indiana Jones, sem er leikinn af Harrison Ford, að koma í veg fyrir að Nazistarnir komi höndum sínum á sáttmálsörkina, en þar áttu töflurnar með boðorðum Guðs að vera geymdar. Örkin átti að búa yfir gífurlegum krafti og nazistarnir ætluðu sér að notfæra sér hana til að stjórna heiminum. Þetta fór ekkert sérlega vel í Indiana Jones og hann ætlar sér að finna Örkina á undan nazistunum. Í millitíðinni gerir hann útaf við helling nazistum og einmitt í þessarri mynd er ein magnaðasta dauðasena sem sést hefur í kvikmynd.

 

Myndin varð algjört hit og rakaði að sér pening og var tilnefnd til 8 óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta mynd. Sjálfum finnst mér þetta ekki besta myndin í röðinni en hún kemur skammt á eftir The Last Crusade. Mér finnst ég svo ekki geta skilið við þessa mynd án þess að láta þessa senu inn:

 

Önnur myndin í röðinni var svo Indiana Jones and the Temple of Doom. Þessi mynd kom út árið 1984 og gerist 1 ári a undan The Last Crusade. Í þessarri mynd hjálpar Indy litlu þorpi að ná í töfrasteininn sinn eftir að honum var stolið. Hann kemst svo fljótt að því að ekki langt frá þorpinu er “The Temple of Doom” í því dvelst eitthvað költ sem ætlar sér að taka yfir heiminn með þessum töfrasteinum. Þessi mynd er lang slökust í röðinni og skilir lítið sem ekkert eftir sig. Hún er líka öðruvísi en hinar 2 myndirnar að því leiti að hún er ofbeldisfullari og ekki eins fyndin, það er meiri hrollvekjublær yfir henni. Myndinn vegnaði þó áætlega en þó ekki jafn vel og fyrri myndinni, hún hlaut svo óskarinn fyrir bestu tæknibrellurnar. Hér er svo trailerinn fyrir myndina því að ég verð að játa að ég man bara ekki eftir neinu eftirminnilegu atriði í myndinni.

 

Þriðja myndin í röðinni er svo Indiana Jones and the Last Crusade. Þetta er uppáhalds Indiana Jones myndin mín. Hún kom út árið 1989. Í þessarri mynd fáum við að kynnast föður Indiana Jones, honum Henry Jones sem er leikinn af Sean Connery. Henry hverfur þegar hann er að leita af heilaga kaleiknum og það kemur í hlut Indian Jones að finna hann. Á för sinni kemst hann að því að faðir hans hafi ekki verið sá eini sem var eftir kaleiknum heldur eru nasistarnir mættur á ný og hann og faðir hans neyðast til að verða fyrri til að finna kaleikinn.

            Myndin varð mjög vinsæl þegar hún kom út og var næstvinsælasta mynd ársins á eftir Batman. Eins og ég sagði þá finnst mér þetta besta myndin í seríunni, það er að hluta til að þakka Sean Connery, en hann er alveg stórskemmtilegur sem pabbi Indiana Jones, svo er sagan skemmtilegust af öllum myndunum.

           

Indiana Jones myndirnar eru svona myndir sem að maður sá þegar maður var yngri og þær festast svolítið í mann. Harrison Ford er alveg eitursvalur sama hverju hann lendir í og hikar ekki við að koma með nokkra brandara meðan byssukúllurnar fljúga framhjá hausnum hjá honum, svo er titillagið farking geðveikt. Núna er svo verið að gera fjórðu Indiana Jones myndina og ber hún nafnið Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. Eftir að hafa séð trailerinn fyrir nýju myndina þá verð ég að segja að ég er nokkuð spenntur fyrir henni. Ég held ég endi þessa færslu bara á nýja Trailernum.

Toy Story

Jæja, ein teiknimynd í viðbót í þetta sinn tölvuteiknuð. Toy Story kom út árið 1995 og var gerð af þá óþekktu fyrirtæki, Pixar, en var gefin út af Disney. Þetta var fyrsta tölvuteiknaða myndin í fullri lengd og John Lassater, sem var aðalmaður í gerð myndarinnar hlaut sérstök óskarsverðlaun fyrir þetta afrek. Eins og flestir ættu að vita þá fjallar myndin um ævintýri nokkurra leikfanga. Viddi er kúrekadúkka og er uppáhaldsleikfang stráksins Adda en einn daginn bætist nýtt leikfang við í safnið, það er enginn annar en Bósi Ljósár. Bósi heldur því fram að hann sé alvöru geimfari og þurfi að bjarga heiminum, hann verður svo nýja uppáhalds dótið hjá Adda og Addi byrjar að leika sér minna og minna með Vidda og þá byrjar afbrýðissemin að krauma hjá honum. Viddi reynir allt til að verða aftur uppáhaldsdótið hans Adda en ekkert gengur og svo einn daginn þegar Addi tekur Vidda og Bósa með sér út þá verða þeir viðskila við Adda og enda í klóm snarklikkaða nágrannastráksins. Viddi og Bósi ná þó í sameiningu að komast aftur heim áður en fjölskylda Adda flytur úr húsinu. Hérna er svo upphafssena myndarinnar.

           

            Í þessari senu kemur eitt af mínum uppáhalds Disney/Pixar lögum. Eins og áður þá var mikið lagt í tónistina í myndinni og fékk hún tvær tilnefningar, annarsvegar fyrir besta frumsamda lagið “You’ve Got a Friend in Me” og svo fyrir bestu tónlistina.

            Ég man eftir því þegar myndin kom út og það var algjört Toy Story æði, vinur minn var svo heppinn að pabbi hans keypti handa honum öll helstu Toy Story leikföngin þegar hann kom frá útlöndum og ég get ekki sagt annað en að ég hafi öfundað hann alveg fáránlega mikið. 

Gert var framhald af myndinni og er Toy Story 3 í bígerð hjá Pixar, orðrómurinn er sá að í þeirri mynd þá verður Addi farinn í háskóla og hættur að leika sér með leikföngin. Toy Story er ekki bara algjört breakthrough í teiknimyndagerð heldur eru þetta einfaldlega frábær mynd í alla staði.

Aladdín

Jæja, engin ástæða til að hætta með teiknimyndaþemað. Núna er það Disney myndin Aladdín sem að er í miklu uppáhaldi hjá mér. Myndin kom út árið 1992 og fjallar um munaðarleysingjann Aladdín sem kemst yfir töfralampa eftir að Jafar, ráðgjafi keisarans í Agraba , reynir að nota Aladdín til að eignast töfralampan sjálfur. Þessi mynd inniheldur alveg heilan helling af skemmtilegum karakterum og meðal annars uppáhalds Disney karakterinn minn, en það er andinn í lampanum. Í ensku útgáfunni talar Robin Williams fyrir andan en ég sá bara íslensku útgáfun þegar ég var lítill þar sem Laddi talað fyrir andann og þetta er í eitt af fáum skiptum sem mér finnst Íslenska talsetning betri en sú enska. Það á kannski bara við um gömlu teiknimyndirnar, það var alltaf fengið skemmtilega leikara til að tala fyrir persónurnar og talsetningin var oftast mjög vönduð.  En þökk sé jútúb þá fann ég íslensku útgáfuna af skemmtilegasta laginu í Aladdín.

 

 

Þarna kynnist maður Andanum í fyrsta skipti og eftir þetta þá á hann eftir að eiga heilan helling af frábærum senum.

Eins og alltaf hjá Disney þá er lögð mikil áhersla á tónlistina. Myndin hlaut tvenn óskarsverðalaun fyrir tónlistina, eitt fyrir besta frumsamda lagið, “A Whole New World” og svo fyrir besta “music-score”-ið. Lagið “A Friend Like Me” fékk líka tilnefningu sem besta frumsamda lagið.

            Þegar Aladdín kom út árið 1992 var hún vinsælasta mynd ársins og líka vinsælasta teiknimynd allra tíma þar til Lion King tók við og er nú í þriðja sæti yfir mest sóttu hefðbundnu teiknimyndir allra tíma, á eftir Simpsons the movie og Lion King.

            Gerð voru tvö framhöld af Aladdin, Jafar snýr aftur og Konungur Þjófanna. Báðar myndirnar eru ekki mikið síðri en fyrsta myndin en því miður finn ég engin jútúb klipp úr þeim á Íslensku svo ég ætla að láta byrjunina á Konuning þjófanna á ensku duga.

 

           

Aladdín er án efa ein besta mynd sem Disney hefur gefið frá sér og trónir ofarlega á topplistanum mínum yfir uppáhalds myndirnar mínar.

Sunday, April 13, 2008

Princess Mononoke

Smá teiknimyndaþema í gangi, næsta mynd sem ég ætla að fjalla um er anime myndin Princess Mononoke.

Princess Mononoke er meðal þekktustu mynda Hayao Miyazaki og er líka hluti af Studio Ghibli framleiðslunni hans. Hún kom út árið 1997 í japan og svo árið 1999 annarstaðar í heiminum. Myndin var mest sótta mynd í sögu Japan þangað til að Titanic tók við af henni árið 1999 og er þriðja mest sótta anime mynd í sögu japan á eftir Spirited Away og Howl’s Moving Castle. Þegar myndin kom út var hún líka dýrasta teiknimynd í heimi en hún kostaði um 20 milljón dollara í framleiðslu. Myndin er líka af lang mestu leiti handteiknuð, af þeim rúmlega 2 klukkutundum sem myndin rúllar þá var aðeins fengin hjálp frá tölvu í u.þ.b. 10 mínútur. Sagt er að Miyazaki hafi skoðað hvern einasta af 144.000 römmum myndarinnar og breytt sjálur u.þ.b. 80.000 af þeim.

            Myndin gerist í Japan á þeim tíma sem samúraiarnir voru að veikjast. Fylgst er með prinsi sem heitir Ashitaka. Ashitaka verður fyrir bölvun eftir að hafa drepið illan skógarguð og þarf að finna leið til að aflétta bölvuninni. Hann fylgir sporum skógarguðsins og endar í skógi sem er fullur af allskyns furðuverum. Úlfguðinn Moro býr í skóginum og með honum býr San sem Moro tók til sín eftir að hann hafði  komið að foreldrum hennar þegar þau höfðu verið að eyðileggja skóginn, foreldrar hennar gáfu svo Moro dóttur sína til þess að komast undan. Í skóginum lifir líka “The Deer God” sem er guð lífs og dauða. Keisari Japan hefur ráðið fólk til að færa honum höfuð guðsins því hann trúir því að það muni færa honum eilíft líf.

 Fyrir utan skóginn er svo lítill bær sem að er stjórnað af konu sem heitir Eboshi. Bærinn lifir á járnframleiðslu og þarf að höggva skóginn til að geta búð til járnið. Þetta verður til þess að skógarguðirnir ráðast oft á fólið í bænum. Ashitaka lendir í miðjum átökum mannanna og skógarguðana og reynir sitt besta til að koma á friði og til að finna út hvernig hann gæti aflétt bölvuninni.

            Myndin vann til fjölda verðlauna m.a. sem besta myndin á verðlaunafhendingu japönsku akaedmíunar, sem er nokkkurnvegin japanski óskarinn.

Hér er svo trailerinn fyrir myndina á ensku, en ég mæli þó með því að horft sé á hana á japönsku.


Lion King(Konungur Ljónanna)

Jæja núna ætla ég að blogga um eina af mínum uppáhalds myndum en það er Lion King.

Lion King, eða Konungur Ljónana er mynd sem allir ættu að kannast við og er örugglega sú teiknimynd sem fólk á mínum aldri muna hvað best eftir. Myndin kom út árið 1994 og varð mest sótta teiknimynd allra tíma um skeið þangað tll Finding Nemo og Shrek tóku við af henni. Lion King heldur þó ennþá topp sætinu yfir mest sóttu venjulegu teiknimynd allra tíma þ.e.a.s. teiknimynd sem  ekki er tölvuteiknuð.

             Ég held að flestir viti hvað myndin fjalli svo það þarf ekkert að fara neitt mikið í það, en myndin er byggð lauslega á leikritinu Hamlet eftir Shakespeare, hún fjallar um ljónið Simba hvernig hann lærir um hringrás lífsins og svo baráttu hans til þess að verða konungur dýranna. Myndin er alveg stútfull af minnisstæðum atriðum og ber kannski helst að nefna dauða Múfasa.

 

 

Ég held að ég tali fyrir lang flesta sem sáu þessa mynd þegar þau lítil að þetta atriði hafi vakið upp mikla sorg og reiði. Skari, sem er að mínu mati versti(þ.e.a.s. vondur) karakter sem Disney hefur skapað, hendir bróður sínum fram af bjargi og lýgur svo að Simba að það hafi verið honum að kenna.

            Í myndinni koma líka fram einhverjir vönduðustu karakterar sem Disney hefur gert. Þá má helst nefna Múfasa, Tímon, og Púmba, Simba og svo Skara sem er ekki beint viðkunnalegur karakter en engu að síður mjög vandaður. Tímón og Púmba rífa myndina upp úr sorginni eftir dauða Múfasa með einu af bestu Disney lögum sem hafa verið gerð.

Disney gerði svo einnig nokkrar myndir eða öllu heldur þætti með Tímon og Púmba í aðalhlutverki.

            Tónlistin í myndinni er svo ekkert smá mögnuð. Hún fékk Grammy verðlaun sem besta frumsamda lagið fyrir  “Can you feel the love tonight”. Þeir sem komu að tónlistinni í myndini voru Elton John og Tim Rice og svo samdi Hans Zimmer öll ósungnu lögin í myndinni. 

Þetta atriði er eitt af mínum uppáhalds í myndinni. Tónlistin er notuð svo ótrúlega vel í þessu atriði og undirstrikar svo vel það sem er í gangi

            Gerðar voru 2 aðrar Lion King myndir, Lion King 2 og svo Lion King 1oghálft. Ég hef bara séð númer 2 og hún nær enganvegin þeim hæðum sem Lion King nær. Lion King 1 og hálft er víst Lion King 1 nema séð frá sjónarhorni Tímon og Púmba og hún á að vera nokkuð góð svo hver veit nema maður eigi eftir að kíkja á hana.

Thursday, April 10, 2008

Sigur Rós - Heima

Jæja, ég sagði að næsta færsla mín mundi vera um tónlistarkvikmyndina Heima  og ætla að standa við það.

Þriðja myndin sem ég fór á á Riff var tónlistarmyndin Heima eftir Sigur Rós. Ég hafði verið virkilega spenntur fyrir Heima frá því að ég frétti fyrst af henni og var þetta í raun eina myndin á RIFF sem mig langaði virkilega til að sjá. Myndin er samanstendur af viðtölum og svo upptökum af Íslands túrnum þeirra. Það sem var auðvitað númer eitt í myndinni var tónlistin. Lagavalið í myndinni var alveg frábært og svo var virkilega gaman að heyra unplugged útgáfur af sumum lögum þeirra. Fannst mér þá skemmtilegast að  heyra Ágætis Byrjun, sem er eitt af mínum uppáhalds Sigur Rósar lögum. Svo var alveg geðveikt að sjá upptökuna af Popplaginu á Klambratúni, en það var örugglega einhver besta tónleikaupplifun mín hingað til.

            


Mynatakan er einnig til fyrirmyndar og passar nær fullkomlega við tónlist Sigur Rósar. Tónleikastaðirnir voru virkilega vel valdir en stundum fannst mér þó vera aðeins of mikið náttúrudýrkun í gangi og er það eigilega það eina slæma sem ég get sagt um myndina. Ég get þó varla mælt með þessari mynd nema fyrir aðdáendur hljómsveitarinnar.