Jæja, ætli það sé ekki kominn tími til að skella inn færslum um myndirnar sem ég sá á kvikmyndahátíðinni. Alls sá ég aðeins 3 myndir. Þær voru Shadow Company, Help me Eros og Heima.
Fyrsta myndin sem ég fór á var Shadow Company. Myndin er heimildarmynd sem fjallar um málaliða sem Bandaríski herinn er með í Írak. Það er í raun ekki mikið sem hægt er að segja um þessa mynd. Ég fór á myndina með eigilega engar vonir um vera að fara á neitt sérlega spennandi mynd og það reyndist líka vera svo.
Myndin vakti ekki upp neinar spurningar og svaraði í raun ekki neinum spurningum. Ekkert af því sem kom fram í myndinni kom á óvart eða vakti einhverja undrun. Þegar á heildina er litið þá var þetta virkilega óáhugaverð heimildarmynd.
Shadow Company fær * / *****
Önnur myndin sem ég fór á var Help me Eros. Help me Eros er Taívönsk mynd og fjallar um verðbréfabraskara sem heitir Ah Jie sem að einn daginn tapar öllu sem hann á. Eftir það eyðir hann öllum deginum í að rækta marijuana og reykja marijuana. Ah Jie hefur eigilega gefist upp á lífinu þegar hann hringir í "suicide-hotline" og kynnist þar símastelpu sem heitir Chyi. Hann fellur alveg fyrir henni en veit ekki að hún er í raun þunglyndur offitusjúklingur.
Myndin gerist af mestu leiti í íbúð Ah Jie og í hnetusölunni fyrir neðan íbúðina hans. Myndin einkennist af grasreikingum og kynlífi. Það sem var líka frekar sérstakt við þessa mynd var myndatakan og klippingin. Það var mikið um það að heilu senunar voru allar teknar frá sama sjónarhorninu og lítið sem ekkert klippt.
Help me Eros var alveg ágætis mynd, hún undirstrikaði það enn frekar hversu frábrugðin austurlensk menning er frá því sem maður er vanur.
Help me Eros fær **1/2 / *****
Þriðja myndin sem ég fór á var Heima eftir Sigurrós og umfjöllunin um hana kemur í næstu færslu.
Tuesday, October 23, 2007
Subscribe to:
Posts (Atom)