Jæja, núna er maður loksins búinn að setja upp þetta blogg og ég ætla að byrja á því að skrifa smá "review" um Astrópíu.
Astrópía er allt öðruvísi en flestar íslenskar myndir sem ég hef séð hingað til. Þetta grín/ævintýra þema var alveg að virka ágætlega, en þó aðallega grínið. Pétur Jóhann og Sveppi voru duglegir við að kitla hláturtaugar áhorfenda og má eigilega segja að þeir hafi verið það sem fékk mann til að sitja í sætinu. Ævintýraatriðin eða "role-play" atriðin voru hinsvegar í síðri kantinum. Það fór alltaf svakalegur kjánahrollur um mann þegar þau hófust og svo voru þau stundum allt of langdregin.
Í heildina var þetta alveg fín mynd þrátt fyrir eigilega pirrandi kjánalegu "role-play" atriðin. Á fimmstjörnu skalanum mundi ég gefa henni:
* * 1/2 / * * * * *
Wednesday, September 12, 2007
Subscribe to:
Posts (Atom)